„Þetta var mikil barátta og læti. Spennustigið var hátt og oft á tíðum var þetta bara hér og þar," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík í fallbaráttuslag í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 Keflavík
„Fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar þar sem við vorum á rassgatinu þá vorum við með tökin. Við fengum dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks sem við áttum að klára og komast í 2-1. Þetta var barningur."
„Okkur langaði í þrjú stig en fengum eitt. Það er klárt mál að þessi leikur mátti ekki tapast. Við gerðum tilkall til þess að fá 2-3 vítaspyrnur og klárlega átti leikmaður Keflavíkur að fá rautt spjald. Ég er samt sem ánægður með dómarann, það var örugglega algjör viðbjóður að dæma þennan leik. Hann hefði getað hent nokkrum í sturtu hérna. Hann setti ákveðna línu og hélt henni."
Hvað mun Leiknir gera í glugganum?
„Við munum missa tvo leikmenn. Það er ljóst. Ef að það er til einhver peningur og það eru einhver gæði í boði þá skoðum við það en mér hefur ekki borist til eyrna að það hafi fallið niður gullkista."
Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























