Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   mán 13. ágúst 2018 20:56
Sverrir Örn Einarsson
Viktor: Það er ágætis tölfræði
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í sigri Blika á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Miðvörðurinn ungi átti fínan leik og kórónaði sína frammistöðu með því að skora tvö góð mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Já það var gaman að skora en við fengum á okkur tvö mörk sem var kannski óþarfi en fyrst og fremst bara gaman að taka sigurinn.“

Viktor átti ekki fast sæti í liði Breiðabliks í upphafi móts en kom inní liðið fyrir leik gegn Grindavík um miðjan Júní. Fréttaritari rýndi í tölfræðina og komst að þvi að Blikar hafa ekki tapað leik síðan að Viktor vann sér sæti í liðinu.

„Já það er ágætis tölfræði, maður er bara ánægður með það en það er nú ekki bara ég. Við erum ellefu inná .“

Blikar skelltu sér á toppinn með sigrinum í kvöld og þegar farið er að síga á seinni helming mótsins liggur beint við að spyrja. Ætla Blikar sér einfaldlega ekki titilinn?

„Við settum markmiðið fyrir mót að ætla að taka evrópusætið og fara langt í bikar og við erum bara á góðu róli með það en við erum í efsta sæti núna og ég sé ekki ástæðuna afhverju við ættum eitthvað að reyna að gefa það eftir.“

Sagði Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner