Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
banner
   mán 13. ágúst 2018 20:56
Sverrir Örn Einarsson
Viktor: Það er ágætis tölfræði
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í sigri Blika á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Miðvörðurinn ungi átti fínan leik og kórónaði sína frammistöðu með því að skora tvö góð mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Já það var gaman að skora en við fengum á okkur tvö mörk sem var kannski óþarfi en fyrst og fremst bara gaman að taka sigurinn.“

Viktor átti ekki fast sæti í liði Breiðabliks í upphafi móts en kom inní liðið fyrir leik gegn Grindavík um miðjan Júní. Fréttaritari rýndi í tölfræðina og komst að þvi að Blikar hafa ekki tapað leik síðan að Viktor vann sér sæti í liðinu.

„Já það er ágætis tölfræði, maður er bara ánægður með það en það er nú ekki bara ég. Við erum ellefu inná .“

Blikar skelltu sér á toppinn með sigrinum í kvöld og þegar farið er að síga á seinni helming mótsins liggur beint við að spyrja. Ætla Blikar sér einfaldlega ekki titilinn?

„Við settum markmiðið fyrir mót að ætla að taka evrópusætið og fara langt í bikar og við erum bara á góðu róli með það en við erum í efsta sæti núna og ég sé ekki ástæðuna afhverju við ættum eitthvað að reyna að gefa það eftir.“

Sagði Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner