Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
   mán 13. ágúst 2018 20:56
Sverrir Örn Einarsson
Viktor: Það er ágætis tölfræði
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í sigri Blika á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Miðvörðurinn ungi átti fínan leik og kórónaði sína frammistöðu með því að skora tvö góð mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Já það var gaman að skora en við fengum á okkur tvö mörk sem var kannski óþarfi en fyrst og fremst bara gaman að taka sigurinn.“

Viktor átti ekki fast sæti í liði Breiðabliks í upphafi móts en kom inní liðið fyrir leik gegn Grindavík um miðjan Júní. Fréttaritari rýndi í tölfræðina og komst að þvi að Blikar hafa ekki tapað leik síðan að Viktor vann sér sæti í liðinu.

„Já það er ágætis tölfræði, maður er bara ánægður með það en það er nú ekki bara ég. Við erum ellefu inná .“

Blikar skelltu sér á toppinn með sigrinum í kvöld og þegar farið er að síga á seinni helming mótsins liggur beint við að spyrja. Ætla Blikar sér einfaldlega ekki titilinn?

„Við settum markmiðið fyrir mót að ætla að taka evrópusætið og fara langt í bikar og við erum bara á góðu róli með það en við erum í efsta sæti núna og ég sé ekki ástæðuna afhverju við ættum eitthvað að reyna að gefa það eftir.“

Sagði Viktor Örn Margeirsson leikmaður Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir