Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 13. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smára: Við sem höfum minna spilað komum á öðrum forsendum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á meðan lykilmenn landsliðsins geta sleikt sólina og notið sín í landsliðsverkefninu í Katar þá eru þeir leikmenn sem berjast um að vera með flugvélinni til Rússlands á næsta ári ákveðnir í að nýta þennan glugga til að sýna sig og sanna.

„Þetta er flott tækifæri fyrir okkur sem hafa spilað minna að fá einhverjar mínútur til að sýna okkur. Svo einnig er hægt að verðlauna þá sem hafa staðið sig frábærlega í gegnum undankeppnina. Þetta er flott verkefni," segir Skagamaðurinn Arnór Smárason.

„Við sem höfum spilað minna komum hingað á aðeins öðruvísi forsendum. Við viljum nýta okkar tækifæri. Ég er vel stemmdur í leikinn gegn Katar."

Líklegt er að Arnór fái spiltíma í vináttuleiknum gegn Katar sem verður á morgun, 16:30 að íslenskum tíma.

Arnór leikur með Hammarby í Svíþjóð og er ánægður með hvernig sér gekk á nýliðnu tímabili.

„Ég byrjaði flesta leiki og það gekk vel, ég skoraði fimm mörk. Við enduðum um miðja deild og náðum besta árangri Hammarby í tíu ár. Það er stígandi í þessu og vonandi gerum við enn betur á næsta tímabili. Það er markmiðið og það er gaman að vera með í því."

Hvernig leikkerfi er liðið að spila og hvar er Arnór í því?

„Við höfum verið að spila 4-1-4-1. Í byrjun tímabils var ég á hægri kanti og svo seinni hlutann inni á miðri miðjunni. Þetta eru stöður sem ég hef mikið verið að spila í gegnum tíðina og kann vel við mig í."

Arnór vonast til að fjölhæfni sín auki möguleikana á að komast til Rússlands.

„Það er jákvætt að geta leyst fleira en eina stöðu. Ef menn lenda í meiðslum og þarf að grípa inn í þá er maður til taks."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner