Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. janúar 2022 09:06
Elvar Geir Magnússon
Nani á leið í ítalskt Íslendingalið
Nani er reynslumikill vængmaður.
Nani er reynslumikill vængmaður.
Mynd: Getty Images
Sky Sport á Ítalíu og fleiri fjölmiðlar þar í landi segja að ítalska félagið Venezia sé að fá portúgalska sóknarleikmanninn Nani á frjálsri sölu.

Þetta þykja óvænt tíðindi en Nani, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Lazio, hefur verið hjá Orlando City síðan 2019 en er frjáls ferða sinna eftir að samningur hans rann út.

Nani er 35 ára og lék 112 landsleiki fyrir Portúgal 2006-2017.

Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru hjá Venezia og kemur Nani með aukna samkeppni fyrir þá. Bjarki er á leið í lán í C-deildina eins og greint var frá í vikunni og Arnór hefur að mestu verið notaður sem varamaður á tímabilinu og spilað sex leiki í ítölsku A-deildinni.

Veneza er í sautjánda sæti ítölsku A-deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner