Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 14. júní 2021 20:25
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Fór um mig þegar Guðjón fór á punktinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með hvernig leikurinn endaði þó ég hafi ekki verið ánægður með leikinn í heild sinni," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir 2 - 1 sigur á Þór í Lengjudeild karla í dag en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Þór

„Við sýndum þeim meiri karakter og gáfum allt í þetta og ennþá meira eftir að við urðum einum færri. Menn voru tilbúnir að leggja á sig og við vissum alltaf að við fengjum eitt eða tvö tækifæri. Það var bara um að gera að nýta þau þegar þau kæmu."

„Það fór aðeins um mig því við fáum ekki mikið betri tækifæri en þegar Guðjón (Pétur Lýðsson) fór á punktinn, maður var nánast öruggur á að hann myndi skora en það er ekkert öruggt í þessu. Það var því þeim mun sætara að halda áfram og klára næsta færi. Það var frábærlega gert hjá Guðjóni, frábært hlaup og sending hjá Seku."


Nánar er rætt við Helga í spilaranum að ofan hann segist ekki hafa verið ánægður með spilamennsku sinna manna en að breytingar sem hann gerði á liðinu hafi skipt sköpum.

„Við fengum mark þar sem varamaður gefur á varamann og það hlýtur að vera mjög gott fyrir liðið og þjálfarana og stuðningsmennina."
Athugasemdir