Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júní 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonuðust til þess að Pochettino myndi taka við öðru liði
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain er núna að ganga frá starfslokasamningi við stjórann Mauricio Pochettino.

Pochettino er búinn að stýra Tottenham frá því í desember 2020 en árangurinn hefur ekki verið nægilega góðir að mati þeirra sem stjórna félaginu.

Fram kemur á The Telegraph í dag að PSG hafði vonast til þess að Manchester United myndi ráða Pochettino til starfa, en þeim varð ekki að ósk sinni.

Stjórnendur PSG vonuðust til þess að það myndi gerast svo að þeir gætu sloppið við að borga upp samning Pochettino eins og raunin er núna.

PSG þarf að borga Pochettino og starfsfólki hans alls 17 milljónir punda í starfslokasamning.

Pochettino fór í viðtal varðandi starfið hjá Man Utd, en United réði Erik ten Hag frekar.
Athugasemdir
banner
banner