Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. ágúst 2020 16:14
Magnús Már Einarsson
Ceferin afhendir bikarinn í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, mun afhenda bikarinn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Lisabon í Portúgal sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi.

Ceferin mun einnig afhenda bikarinn eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar tveimur dögum áður en sá leikur fer fram í Köln í Þýskalandi.

Víða um Evrópu hefur bikaraafhending verið þannig í ár að fyrirliðar sækja bikarinn á ákveðinn stað og lyfta honum.

Ceferin vill að bikaraafhendingin sé svipuð og vanalega þrátt fyrir kórónaveiruna.

Ceferin mun fara í próf vegna kórónuveirunnar fyrir báða leikina og hann mun ekki þurfa að vera með grímu þegar hann afhendir bikarana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner