Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   mið 14. ágúst 2024 20:47
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegt fyrir okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er gríðarlegur léttir bara. Við höfum verið að tapa leikjum undanfarið þar sem við höfum átt meira skilið og svo höfum við líka verið bara lélegir," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 sigur gegn Þór í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fimm leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Ég var ekki að pæla í því sérstaklega að spila einhvern áferðarfallegan fótbolta í dag, sem við gerðum samt á köflum. Þrjú stig voru lífsnauðsynleg fyrir okkur. "

Hvað var hann að gera öðruvísi í dag en í seinustu leikjum? "Það kom mikið sjálfstraust með Ármanni Inga sem við fengum frá ÍA og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þann snilling. Hann spilaði vel. Að öðru leyti fannst mér strákarnir bara klárir. Mér fannst hver einasti leikmaður vera góður. Við æfðum vel og okkur líður vel."

Hvernig metur Haraldur framhaldið í deildinni? "Við erum ennþá í fallbaráttu eins og staðan er núna og erum ekki sloppnir við eitt né neitt. Við erum með fjögur lið fyrir neðan okkur sem þurfa að vera betri en við það sem eftir lifir móts. Við þurfum eitthvað fáránlegt "run" og það þarf margt að gerast til að komast í þessa úrslitakeppni svo fókusinn er ekki þar. Fókusinn er á Leikni á sunnudag. "

Allt viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner