Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 14. ágúst 2024 20:47
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegt fyrir okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er gríðarlegur léttir bara. Við höfum verið að tapa leikjum undanfarið þar sem við höfum átt meira skilið og svo höfum við líka verið bara lélegir," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 sigur gegn Þór í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fimm leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Ég var ekki að pæla í því sérstaklega að spila einhvern áferðarfallegan fótbolta í dag, sem við gerðum samt á köflum. Þrjú stig voru lífsnauðsynleg fyrir okkur. "

Hvað var hann að gera öðruvísi í dag en í seinustu leikjum? "Það kom mikið sjálfstraust með Ármanni Inga sem við fengum frá ÍA og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þann snilling. Hann spilaði vel. Að öðru leyti fannst mér strákarnir bara klárir. Mér fannst hver einasti leikmaður vera góður. Við æfðum vel og okkur líður vel."

Hvernig metur Haraldur framhaldið í deildinni? "Við erum ennþá í fallbaráttu eins og staðan er núna og erum ekki sloppnir við eitt né neitt. Við erum með fjögur lið fyrir neðan okkur sem þurfa að vera betri en við það sem eftir lifir móts. Við þurfum eitthvað fáránlegt "run" og það þarf margt að gerast til að komast í þessa úrslitakeppni svo fókusinn er ekki þar. Fókusinn er á Leikni á sunnudag. "

Allt viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir