Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel Farke: Vorum með sérstakt plan og það virkaði
Mynd: Getty Images
Daniel Farke, stjóri Norwich, var að vonum hress eftir sigur sinna manna gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðar Norwich unnu leikinn 3-2 og eru núna með sex stig eftir fimm leiki í 12. sæti.

„Auðvitað er þetta sérstakur dagur fyrir okkur og félagið. Við vorum að spila gegn einu besta liði heims og það voru margir frá vegna meiðsla hjá okkur," sagði Þjóðverjinn eftir leik.

„Við vorum með sérstakt plan fyrir leikinn vegna þess að þeir eru besta lið heims. Við eigum sigurinn skilið, við vorum stórkostlegir."

„Ég get ekki hrósað strákunum nóg. Það voru margar hindranir, en við komumst yfir þær."

Finnski sóknarmaðurinn Teemu Pukki fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Hann er kominn með sex mörk í fimm leikjum, en hann gerði þriðja mark Norwich í dag.

„Hann var frábær, ekki bara út af markinu. Hann leggur svo mikið á sig fyrir liðið. Hann hugsar alltaf um liðið fyrst og því á hann hrósið skilið."

„Við viljum vinna hvern og einn einasta leik og við munum reyna að verjast þegar við þurfum á því að halda. En með okkar hugmyndafræði þá getum við ekki bara ýtt á einhvern takka og lagt rútunni. Við verðum að gera það sem við trúum á og það er að vera með yfirhöndina í leiknum. Í dag var ekki mögulegt að vera meira með boltann. Við vorum með sérstakt plan og sem betur fer virkaði það," sagði Daniel Farke.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner