Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   lau 14. september 2019 20:16
Kristófer Jónsson
Þórður Inga: Datt þetta ekki í hug í vor
Þórður vann sinn fyrsta titil í dag.
Þórður vann sinn fyrsta titil í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason, markvörður Víkings, var að vonum gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag.

„Tilfinningin er geðveik, þetta ér ógeðslega gaman. Mér fannst við vera góðir í dag. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og í rauninni í seinni líka þegar að þeir misstu mann af velli. Þannig að við áttum þetta fullkomnlega skilið." sagði Þórður eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn. Þá var völlurinn einnig rennandi blautur.

„Já það var algjört skítarok. En þetta er jafnt á bæði lið en það var erfitt að lesa þetta þegar maður vildi fá boltann í fangið. En þeir voru svosem ekkert mikið með boltann þannig að það var ekkert mikið stress."

Þórður kom til Víkings fyrir tímabilið eftir að hafa spilað með Fjölni undanfarin ár. Hann segir það ekki hafa verið það fyrsta sem að hann hugsaði að hann yrði bikarmeistari þegar að hann skrifaði undir í vor.

„Þetta var ekki það fyrsta sem að mér datt í hug en auðvitað getur maður alltaf náð einhverri siglingu í bikarnum. Ég er bara einstaklega ánægður það þetta hafi gerst. Þetta er fyrsti titillinn minn á ferlinum og þetta er æðislegt." sagði Þórður.
Athugasemdir