Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. september 2022 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Mathias Pogba færður í gæsluvarðhald
Mathias Pogba er í varðhaldi
Mathias Pogba er í varðhaldi
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur verið færður í gæsluvarðhald ásamt þremur öðrum, en allir eru grunaðir um tilraun til að kúga fé út úr Paul. Þetta kemur fram í helstu miðlum í Frakklandi í dag.

Mál Pogba er flókið og mjög svo furðulegt í alla staði en allt byrjaði þetta í mars á þessu ári er hann heimsótti fjölskyldu sína í París.

Hann fékk boð um að fara til vina sinna og þar stóðu tveir vopnaðir menn og kröfðust þess að hann myndi láta þá fá 13 milljónir evra fyrir að hafa verndað hann síðustu ár.

Mathias, bróðir Pogba, er talinn vera hluti af þessu glæpagengi sem reyndi að kúga fé úr Frakkanum. Pogba tilkynnti málið er hann sá bróður sinn á æfingasvæði Juventus í sumar, en þá varð honum ljóst að hann væri tengdur málinu.

Pogba tilkynnti málið til lögreglu sem hefur verið að rannsaka það síðustu vikur. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að lögreglan væri nú búin að færa Mathias og þrjá aðra í gæsluvarðhald.

Mathias hefur til þessa neitað að vera hluti af glæpagenginu og var hann sár yfir þessum ásökunum. Hótaði hann meðal annars að leysa frá skjóðunni og segja frá hinum ýmsu leyndarmálum Paul, en hætti skyndilega við.

Hann fullyrti þó að Paul leitaði til galdralæknis til að setja bölvun á Kylian Mbappe, liðsfélaga hans í franska landsliðinu, en Paul hefur þverneitað fyrir það. Málið er enn í rannsókn og má búast við frekari fréttum á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner