Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
   mán 14. október 2019 21:48
Egill Sigfússon
Birkir útilokar ekki Katar: Vonandi kemur eitthvað gott
Icelandair
Birkir í leiknum í kvöld
Birkir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við þyrftum að klára rest og þetta er bara góð byrjun. Leiðinlegt að fá þessar fréttir en það getur ennþá allt gerst. Við verðum bara að taka næsta leik og vonast til að þeir geti misstigið sig í Andorra."

Sagði Birkir Bjarnason eftir 2-0 sigur á Andorra í kvöld og fréttirnar um að Tyrkir náðu jafntefli í Frakklandi.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Birkir er enn án félags en hann átti mjög góðan landsleikjaglugga og segir aðspurður út í orðróma um að hann sé á leið til Al-Arabi í Katar til Heimis Hallgrímssonar segir hann að hann verði bara að sjá til hvað hann gerir en útilokar ekki Katar.

„Við sjáum bara til, ég þarf að skoða mitt og taka einhverjar ákvarðanir og sjá hvað ég geri. Ég er mjög ánægður með eigin frammistöðu, ég er búinn að gera mitt finnst mér og svo kemur vonandi eitthvað gott."

„Góð frammistaða, svolítið erfitt í fyrri hálfleik, það er erfitt að spila við svona lið. Þeir eru að reyna að pirra okkur en við héldum haus og gerðum okkar og unnum þetta svosem bara vel."

Sagði Birkir um frammistöðu Íslenska liðsins í kvöld.
Athugasemdir
banner