Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 22:18
Baldvin Már Borgarsson
Þjálfari Andorra: Ætlum ekki að sækja stig fyrir Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Koldo Álvarez, þjálfari Andorra var sáttur með fyrri hálfleik sinna manna gegn Íslandi fyrr í kvöld, en leiknum lauk með 2-0 sigri Íslands þar sem Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari skoraði Kolbeinn Sigþórsson sitt 26. landsliðsmark og jafnaði þar sem met Eiðs Smára Guðjohnsen.

„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og mjög vel fyrstu mínúturnar, í seinni hálfleik vorum við ekki jafn áræðnir frammávið, Ísland fékk ekki mörg færi í leiknum en þeir fundu netið undir lok fyrri hálfleiks og eftir það varð þetta erfitt.''

Koldo vildi meina að Ísland hafi verið líkamlega sterkara og reyndara lið og það hafi gert gæfumuninn innan vallar.

„Ísland er líkamlega sterkara, þeir eru með reyndari leikmenn. Á tímapunkti vorum við með fjóra leikmenn inná sem eru gjaldgengir í u-21 landslið okkar, það gerir gæfumuninn í svona hörku leik.''

Var það upplegg Andorra að brjóta mikið af sér og hægja á leiknum?

„Það var alls ekki planið að brjóta svona mikið af okkur, við vitum að Ísland er frábært í föstum leikatriðum svo það hentaði okkur ekki vel að brjóta á þeim.''

Andorra spilar síðasta leik sinn í undankeppni EM gegn Tyrkjum á heimavelli, geta Íslendingar treyst á þá í að sækja stig gegn Tyrklandi?

„Við munum reyna að sækja stig, ekki fyrir Ísland heldur fyrir Andorra.''
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner