Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 14. október 2021 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni: Hún skiptir bara öllu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst gríðarlega vel á þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær að komast í bikarúrslit þannig við erum bara fullir eftirvæntingar," sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Óttar var til viðtals í tilefni af bikarúrslitaleik ÍA og Víkings sem fram fer á laugardag.

„Sjálstraustið ætti að vera í botni, við náðum mjög góðum ryþma í okkar leik í restina og vorum að spila mjög vel. Ég vona að þessi meðbyr komi með okkur í leikinn á laugardag."

Hversu mikilvæg er góð stemning úr stúkunni upp á leik liðsins að gera?

„Hún skiptir bara öllu máli, það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er fullt af fólki í stúkunni að hvetja. Ég held að það liggi í augum uppi. Vonandi fáum við alla Skagamenn á völlinn á morgun og þeir halda áfram að styðja okkur eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum."

Óttar talar um að ÍA sé að mæta besta liði á Íslandi en segist vera bjartsýnn á góð úrslit. En hvaða þýðingu hefði það fyrir ÍA að verða bikarmesitari?

„Ég held að það hefði gríðarlega þýðingu fyrir klúbbinn. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og átján ár síðan síðasti bikar kom. Ég held að þetta myndi lyfta bæjarfélaginu alveg svakalega mikið," sagði Óttar.

Óttar sagði að lokum að það væri skemmtileg söguleg staðreynd að ÍA hefði unnið síðustu sjö bikarleiki þessara liða en að það muni ekki skipta neinu máli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner