Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 14. október 2021 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni: Hún skiptir bara öllu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst gríðarlega vel á þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær að komast í bikarúrslit þannig við erum bara fullir eftirvæntingar," sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Óttar var til viðtals í tilefni af bikarúrslitaleik ÍA og Víkings sem fram fer á laugardag.

„Sjálstraustið ætti að vera í botni, við náðum mjög góðum ryþma í okkar leik í restina og vorum að spila mjög vel. Ég vona að þessi meðbyr komi með okkur í leikinn á laugardag."

Hversu mikilvæg er góð stemning úr stúkunni upp á leik liðsins að gera?

„Hún skiptir bara öllu máli, það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er fullt af fólki í stúkunni að hvetja. Ég held að það liggi í augum uppi. Vonandi fáum við alla Skagamenn á völlinn á morgun og þeir halda áfram að styðja okkur eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum."

Óttar talar um að ÍA sé að mæta besta liði á Íslandi en segist vera bjartsýnn á góð úrslit. En hvaða þýðingu hefði það fyrir ÍA að verða bikarmesitari?

„Ég held að það hefði gríðarlega þýðingu fyrir klúbbinn. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og átján ár síðan síðasti bikar kom. Ég held að þetta myndi lyfta bæjarfélaginu alveg svakalega mikið," sagði Óttar.

Óttar sagði að lokum að það væri skemmtileg söguleg staðreynd að ÍA hefði unnið síðustu sjö bikarleiki þessara liða en að það muni ekki skipta neinu máli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner