Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
banner
   fim 14. október 2021 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Bjarni: Hún skiptir bara öllu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líst gríðarlega vel á þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær að komast í bikarúrslit þannig við erum bara fullir eftirvæntingar," sagði Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Óttar var til viðtals í tilefni af bikarúrslitaleik ÍA og Víkings sem fram fer á laugardag.

„Sjálstraustið ætti að vera í botni, við náðum mjög góðum ryþma í okkar leik í restina og vorum að spila mjög vel. Ég vona að þessi meðbyr komi með okkur í leikinn á laugardag."

Hversu mikilvæg er góð stemning úr stúkunni upp á leik liðsins að gera?

„Hún skiptir bara öllu máli, það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er fullt af fólki í stúkunni að hvetja. Ég held að það liggi í augum uppi. Vonandi fáum við alla Skagamenn á völlinn á morgun og þeir halda áfram að styðja okkur eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum."

Óttar talar um að ÍA sé að mæta besta liði á Íslandi en segist vera bjartsýnn á góð úrslit. En hvaða þýðingu hefði það fyrir ÍA að verða bikarmesitari?

„Ég held að það hefði gríðarlega þýðingu fyrir klúbbinn. ÍA er stórveldi í íslenskri knattspyrnu og átján ár síðan síðasti bikar kom. Ég held að þetta myndi lyfta bæjarfélaginu alveg svakalega mikið," sagði Óttar.

Óttar sagði að lokum að það væri skemmtileg söguleg staðreynd að ÍA hefði unnið síðustu sjö bikarleiki þessara liða en að það muni ekki skipta neinu máli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner