Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 14. desember 2023 23:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dóri Árna: Finnst við hreinlega betra lið en Zorya
Halldór Árnason
Halldór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Breiðablik lauk leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn Zorya ytra. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Allt sem við ætluðum okkur ekki gerðist. Við ætluðum byrja á því að þreifa aðeins fyrir okkur á vellinum hann var þungur, háll og blautur. Ætluðum að halda boltanum frá okkar marki til að byrja með og ná takti í leikinn," sagði Dóri.

Dóri var ekki sáttur með ákefð liðsins í kvöld.

„Eins vorum við frábærir að spila fótbolta en við vorum 'soft' í návígum, fórum ekki mikið í tæklingar en þegar við fórum í þær vorum við soft. Það var slökkt á okkur í seinni boltum. Af einhverjum ástæðum vorum við langt frá því að vera nógu grimmir til að byrja með og byrjum eins og svo oft áður í brekku," sagði Dóri.

Erum betra lið en Zorya

„Mér finnst við hreinlega betra lið en Zorya, það er kannski skrítið að segja það eftir 4-0 tap en mér fannst þeir ógna okkur lítið og beittu eingöngu löngum boltum sem við hefðum átt að díla mikið betur við. Þetta voru ótrúlega klaufaleg mörk. Það var jafn mikill fótbolti og VAR skoðanir í fyrri hálfleik sem drap tempóið í leiknum. Það er ekki nóg að vera góður í að spila boltanum á milli, það þarf í fyrsta lagi að nýta færi og verja markið sitt og við gerðum það mjög illa í dag," sagði Dóri.

Blendnar tilfinningar varðandi árangur liðsins á tímabilinu.

„Það er margt við tímabilið sem við erum ekki sáttir með. Ef við horfum til baka þá er ákveðinn tímapunktur þar sem við sjáum að deildin er að fjara frá okkur og á sama tíma raunverulegur möguleiki að komast í riðlakeppni. Auðvitað áttum við að bera miklu meiri virðingu fyrir deildinni sem lið og gera okkur meira gildandi þar," sagði Dóri.

„Það er erfitt að vera gríðarlega ósáttur að tapa á móti þessum liðum sem við töpum á móti í þessum riðli. Það eru helst þessir Zorya leikir sem voru möguleikar að vinna, mér finnst innilega að við séum betri en þeir. Frammistaðan á móti Gent og Maccabi voru heilt yfir mjög góðar, það eru bara tvö frábær lið á ferð þar. Þetta eru blendnar tilfinningar en tímabilið getur aldrei verið vonbrigði ef þú tekur þátt í riðlakeppni Evrópu, sögulegt tímabil fyrir Breiðablik."


Athugasemdir
banner