Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 14. desember 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Geggjað að fá Kidda til baka í Kópavoginn - „Virðist bara yngjast með árunum"
Langbeti kosturinn í stöðunni
Í leik með Blikum tímabilið 2013.
Í leik með Blikum tímabilið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson var síðasta laugardag tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks. Hann snýr aftur í Kópavoginn eftir sex tímabil hjá KR.

Kiddi, eins og hann er oftast kallaður, er 33 ára vinstri bakvörður sem kemur til Breiðabliks eftir að ljóst varð að Davíð Ingvarsson yrði ekki áfram hjá Blikum. Davíð er að ganga í raðir tékkneska félagsins Ceske Budejovice, félagaskiptin munu formlega fara í gegn þegar félagaskiptagluggin opnar eftir áramót.

Halldór Árnason og Höskuldur Gunnlaugsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Þjálfarinn og fyrirliðinn voru spurðir út í komu Kidda.

„Frábært, geggjað að fá hann til baka. Ég þekki Kidda vel og hann virðist bara yngjast með árunum. Hann er algjör fagmaður og mikil tilhlökkun að fá hann aftur í Kópavoginn," sagði Höskuldur sem lék með Kidda á árunum 2011-2015.

Þjálfarinn var spurður hvort það hefði verið alveg ljóst að ef Davíð færi að hann vildi fá Kidda inn í staðinn.

„Það var mjög mikilvægt að vera klárir með mann í staðinn fyrir Davíð eins hratt og hægt var. Kiddi var langbesti möguleikinn í stöðunni og við erum gríðarlega ánægðir að fá hann inn í Kópavoginn," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner