Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 15. janúar 2021 23:30
Victor Pálsson
AC Milan fékk Meite frá Torino (Staðfest)
AC Milan hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Serie A en liðið samdi við Soualiho Meite í kvöld.

Meite kemur til Milan á láni frá Torino þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö og hálft ár.

Meite er 26 ára gamall miðjumaður og lék alls 82 deildarleiki með Torino og skoraði í þeim þrjú mörk.

Milan er þessa stundina á toppi deildarinnar með 40 stig og er þremur stigum á undan Inter sem er í öðru.

Meite er uppalinn hjá Auxerre í Frakklandi og hefur einnig leikið með Lille og Monaco í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner