sun 15. mars 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Ítalska knattspyrnusambandið vill færa EM til 2021
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins
Mynd: Getty Images
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vill klára tímabilið í Seríu og færa Evrópumót landsliða fram á næsta ár en hann greinir frá þessu við ítölsku sjónvarpsstöðina Sportmediaset í kvöld.

Það ríkir neyðarástand á Ítalíu en íbúar halda sig heima til að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu á kórónuveirunni.

Fólk er aðeins með heimild til þess að fara út úr húsi til að fara í vinnu eða ef um neyðaratvik er að ræða. 1800 manns hafa þegar dáið á Ítalíu vegna veirunnar og hefur ítölsku deildunum verið frestað fram í byrjun apríl.

Það hefur verið rætt og ritað um stöðuna á deildunum í knattspyrnunni en ítalska knattspyrnusambandið mun leggja fram þá hugmynd að fresta EM um eitt ár.

„Við munum leggja þá tillögu til UEFA að fresta EM um eitt ár. Við viljum reyna að klára deildirnar því það er sanngjarnast og réttast í stöðunni því þetta er mikil fjárfesting fyrir mörg fyrirtæki og þá fórna félögin miklu," sagði Gravina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner