Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. mars 2020 08:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill að tímabilið verði klárað - Mane efstur á blaði Real Madrid
Powerade
Mane er á óskalista Real Madrid.
Mane er á óskalista Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur áhuga á Leon Bailey.
Chelsea hefur áhuga á Leon Bailey.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur áhuga á Sandro Tonali.
Juventus hefur áhuga á Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Slúðrið heldur áfram þrátt fyrir að heimsfaraldur sé í gangi. Munið handþvottinn!

Kosið verður um hvað ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að gert verði við tímabilið. Manchester United vill að tímabilið verði klárað en liðið hefur verið á góðri siglingu og vonast eftir því að krækja í Meistaradeildarsæti. (Mirror)

UEFA íhugar að færa EM 2020 til desember til að gefa deildunum í Evrópu nægilegt svigrúm til að klára sína leiki í sumar. (Sunday Telegraph)

Riyad Mahrez (29), sóknarleikmaður Manchester City, íhugar að fara til Paris St-Germain en Frakklandsmeistararnir hafa áhuga á að fá alsírska landsliðsmanninn. (Calciomercato)

PSG býst við að brasilíski framherjinn Neymar (28) fari í sumar og gangi aftur í raðir Barcelona fyrir 150 milljónir punda. (Marca)

Barcelona hefur ekki lengur áhuga á Pierre-Emerick Aubameyang (30), sóknarmanni Arsenal. (Sunday Express)

Sadio Mane (27), senegalski sóknarleikmaðurinn hjá Liverpool, er efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið. (Mirror)

Manchester United er tilbúið að bjóða markverðinum Dean Henderson (23) nýjan samning til að fæla burtu áhuga Chelsea. Henderson er á láni hjá Sheffield United. (Sun on Sunday)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, mun gera brasilíska varnarmanninn Gabriel (22) hjá Lille að sínum fyrstu kaupum í sumar. Gabriel mun kosta 30 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea undirbýr 85 milljóna punda tilboð í vængmanninn Leon Bailey (22) hjá Bayer Leverkusen. Njósnarar Chelsea hafa fylgst með Jamaíka-manninum í Evrópudeildinni. (Sunday Express)

Chelsea hefur blandað sér í kapphlaupið um Marc Cucurella (21) sem er á láni hjá Getafe frá Barcelona. Napoli, Borussia Mönchengladbach og Bayer Leverkusen hafa einnig áhuga á spænska vinstri bakverðinum. (Mail on Sunday)

Chelsea vill fá Harvey Gilmour (15) sem er hjá Kilmarnock en er yngri bróðir Billy Gilmour (18) sem hefur slegið í gegn hjá Chelsea. (Sun on Sunday)

Tottenham vill fá varnartengiliðinn Geoffrey Kondogbia (27) frá Valencia en hann hefur leikið fantavel í La Liga. (Goal)

Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez (28) er opinn fyrir því að yfirgefa Wolves og er talað um Manchester United sem mögulegan áfangastað. Úlfarnir myndu aðeins samþykkja stórt tilboð. (Manchester Evening News)

Juventus er að leita að miðjumanni og hefur beint sjónum sínum að Sandro Tonali (19) hjá Brescia og Houssem Aouar (21) hjá Lyon. Vonir Juventus um að fá Paul Pogba (27) aftur hafa dvínað. (Tuttosport)

Newcastle hefur áhuga á enska varnarmanninum Phil Jones (28) sem er aftarlega í goggunarröðinni hjá Manchester United. (Sunday Mirror)

Andre Onana (23), markvörður Ajax og Kamerún, er orðaður við Chelsea en enska félagið gæti fengið sér nýjan markvörð í sumar eftir slaka frammistöðu Kepa Arrizabalaga (25) á tímabilinu. (Sunday Express)

Juventus vill fá vinstri bakvörðinn Emerson Palmieri (25) frá Chelsea. Ítalíumeistararnir undirbúa 25 milljóna punda tilboð í leikmanninn. (Sun on Sunday)

Heimildarþættir Amazon um Tottenham munu byrja á því þegar Mauricio Pochettino var rekinn í nóvember. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner