Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. apríl 2021 22:15
Aksentije Milisic
Fjögur smit hjá Hertha Berlin - Allt félagið í fjórtán daga sóttkví
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin tilkynnti nú í kvöld að allir leikmenn og þjálfarar liðsins séu nú komnir í fjórtán daga sóttkví.

Mar­vin Platten­h­ar­dt, leikmaður Hertha Berlin, greindist með Covid-19 veiruna í gær. Í kjölfarið greindust einnig þeir Dodi Lukebakio, leikmaður liðsins, Pal Dar­dai, þjálfari liðsins og Adm­ir Hamzagic, aðstoðarþjálfari.

Félagið á þrjá leiki í deildinni á næstu tveimur vikum og nú hefur félagið óskað eftir því að fá að fresta þessu leikjum. Þetta eru leikir gegn Mainz, Freiburg og Schalke 04.

Hertha Berlin er í slæmum málum í deildinni en liðið er í mikillri fallbaráttu. Ljóst er að þessar fregnir eru ekki að hjálpa neitt til.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner