,„Þetta var gríðarlega erfitt, fyrir mig persónulega og leikmennina inná vellinum. Þetta var ringulreið og KA menn héldu okkur inní eigin teig,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir 0-1 útisigur liðsins á KA í 4. umferð Pepsi Max deildar karla.
                
                
                                    Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Breiðablik
„Við vörðumst gríðarlega vel, skoruðum mark í byrjun leiks úr víti, en þeir herjuðu á okkur og við náðum ekki alveg að halda dampi.''
Aðspurður um vítaspyrnudóminn sagði Ágúst: „Ég í rauninni sé það ekki vel, bara allt í einu dæmt víti og ég þarf að skoða það betur. En dómarinn dæmir það, gott fyrir okkur en vont fyrir KA menn.''
„KA liðið á heiður skilið, þeir börðust eins og ljón um allan völl en áttu erfitt með að brjóta okkur niður, í þessu þriggja hafsenta kerfi,'' sagði Ágúst.
Þegar hann var spurður útí stöðu Jonathan Hendrickx sagði Ágúst: „Belgískt lið hefur áhuga á honum og við höfum ákveðið að hleypa honum þangað. Hann er veikur núna og við ákváðum að taka hann ekki með í dag, en hann verður vonandi klár gegn Skagamönnum.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                    
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

