fös 15. maí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Hefðbundnar æfingar meistaraflokka leyfilegar 25. maí
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki verður opnað á hefðbundnar æfingar liða í meistara og 2. flokki fyrr en 25. maí. Þetta segir Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Þann 4. maí var opnað á æfingar í sjö manna hópum þar sem tveggja metra reglan er enn í fullu gildi, Yngri flokkar fengu á sama tíma leyfi til að vera með hefðbundnar æfingar.

Næstkomandi mánudag munu sundlaugar opna á Íslandi en fótboltalið þurfa að bíða viku lengur eftir að fá grænt ljós á hefðbundnar æfingar.

„Sundlaugarnar voru teknar sérstaklega út fyrir sviga," sagði Víðir við Fótbolta.net í dag.

25. maí mega lið einnig byrja að spila æfingaleiki fyrir tímabilið en keppni í Mjólkurbikarnum hefst 5. júní og Pepsi Max-deildirnar fara af stað 12 og 13. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner