Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 15. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Skilur pirring HK-inga
Aukaspyrnudómnum mótmælt
Aukaspyrnudómnum mótmælt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr fagnar sigurmarkinu
Almarr fagnar sigurmarkinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar voru svekktir eftir leikinn gegn Valur í gær. Það er kannski eðlilegt þegar liðið á góðan leik en tapar eftir sigurmark frá hinu liðinu undir blálokin.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, kom inn á það í viðtali að sér hafi fundist dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, klikka í stóru atriðunum. HK vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum og voru fleiri vafaatriði sem féllu gegn liðinu að mati HK-inga.

Almarr Ormarsson, sá sem skoraði sigurmark Vals undir lok leiks, var til viðtals í gær og var hann spurður álits.

Sjá einnig:
„Svekktur en ágætt samt að enda þetta svona"
„Hversu vitlaus er Rauschenberg að öskra ekki eins og stunginn grís?"

HK-ingar voru ekki sáttir við dómara leiksins, að það hafi heldur hallað á HK í stóru atriðunum. Hvernig var þín upplifun?

„Ég er ekki sammála því. Ég skil alveg HK-inga að hafa verið pirraða eftir leik. Svekkjandi tap þar sem þeir voru alveg jafnmikið inn í leiknum og allt það. Það voru alveg vafaatriði. T.d. vítið sem þeir eru að biðja um, í leiknum fannst mér það alls ekki vera víti, svo þegar ég sé það aftur þá er mögulega eitthvað lítið touch. Mér fannst Örvar fara of auðveldlega niður, það getur vel verið að það sé rangt hjá mér," sagði Almarr.

„Þeir eru að kvarta yfir aukaspyrnunni sem við fáum. Að mínu mati er þetta pjúra aukaspyrna. Hann keyrir bara í bakið á Christian. Þeir mega alveg vera svekktir, þeir spiluðu flottan leik og fengu núll stig út úr því. Sjálfsagt voru einhverjir dómar sem féllu með okkur en mér fannst hann líka oft aðeins of snöggur að dæma á okkur einhver tittlingabrot úti á velli. Mín upplifun var alls ekki sú að við höfum fengið mikið meira frá dómurunum en þeir," sagði Almarr.
Athugasemdir
banner
banner