Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   sun 15. maí 2022 22:01
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Aldrei lent í því áður að tveir meiðist í upphitun
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Úr leik Stjörnunnar og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson lagði upp fyrir annan varamann, Oliver Haurits og Stjarnan vann 1-0.

Hvað fór úrskeiðis hjá Val í aðdraganda marksins?

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Við unnum boltann en sending og hlaup fór ekki saman. Það hefði verið skynsamlegra að senda boltann innfyrir vörnina. Það er oft gott í fótbolta að virða bara stigið," sagði Heimir Guðjónsson.

Hvernig fannst honum spilamennska Vals?

„Fyrri hálfleikur var upp og niður, hefðum mátt vera betri. Við vorum fínir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi. Samt sem áður fannst mér vanta betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi. Það var óþarfi að tapa leiknum."

Arnór Smárason og Patrick Pedersen áttu að byrja leikinn en meiddust báðir í upphitun. Heimir hefur aldrei lent í því áður að tveir meiðist rétt fyrir leik.

Heimir telur að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg og þá vonast Heimir til þess að Aron Jóhannsson verði einnig klár fyrir næsta leik sem er gegn Víkingi.

„Sjúkraþjálfarinn er þó ekki vongóður um að hann verði klár gegn Víking en vonandi eftir það."


Athugasemdir
banner
banner