
„Ég var ótrúlega ánægður með leikinn og þá sérstaklega vinnuframlagið og baráttuna. Mér fannst varnarleikurinn góður og sóknarleikurinn í rauninni líka. Við skoruðum tvö mörk og höldum hreinu á móti Þrótti á útivelli, mér finnst það stórkostlegt.“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir góðan og mikilvægan 2-0 sigur í dag á móti Þrótti.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Tindastóll
Fyrir leikinn í dag voruð þið búnir að fá á ykkur flestu mörkin í deildinni en eruð búin að halda hreinu núna í tveimur leikjum í röð, þú hlýtur að vera ánægður með svarið.
„Monica og varnarleikur liðsins hefur batnað mikið. Monica hefur verið frábær í sumar. Í þessu nýja skipulagi sem við höfum verið að spila í í seinustu leikjum hefur bæði varnarleikurinn og sóknarleikurinn batnað mikið. Við erum ánægð með það á hvaða stað við erum núna og erum bara að gera okkur til fyrir umspilið.“
Monica í markinu þínu í dag var stórkostleg, líklega maður leiksins, þú hlýtur að vera sáttur með hana.
„Já eg myndi klárlega velja hana mann leiksins. Monica gerir sína hluti vel og fær lang flest skotin á sig í deildinni. Mörkin sem við fáum á okkur eru ekkert henni að kenna. Hún er líka bara geggjuð persóna og smitar út frá sér leikgleði og hamingju.“
Hvað varstu mest sáttur með í dag og hvar fannst þér leikurinn sigrast?
„Vinnuframlagið og baráttan. Skipulagið var frábært og stelpurnar voru alltaf á undan í boltann. Baráttan og vinnusemin, þessi gildi sem Tindastóll stendur fyrir, stóðu upp úr í dag.“
Næsti leikur er á móti Val á heimavelli, hvernig leggst sá leikur í þig?
„Bara vel. Vonandi gengur leikplanið upp þá eins og það gerði í dag og vonandi vinnum við.“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir góðan 2-0 sigur á Þrótti í dag.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.