Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 15. september 2019 22:09
Baldvin Már Borgarsson
Eiður Ben: Gott fótboltalið sem féll í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður var sáttur með stigið gegn Breiðablik fyrr í kvöld þó hann hefði auðvitað viljað sigurinn úr því sem komið var en Valur er ennþá með Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Breiðablik jafnaði leikinn á síðustu sekúndum leiksins, það hlýtur að vera grautfúlt að hafa ekki klára þetta úr því sem komið var?

„Já auðvitað hefðum við viljað fagna almennilega inni í klefa, en að sama skapi eru þetta góð úrslit fyrir okkur og við klárum þetta bara á heimavelli''

Það þarf gríðarlega mikið að gerast til þess að Valur verði ekki Íslandsmeistari en Valur þarf að tapa fyrir föllnum Keflavíkurstúlkum á Hlíðarenda og Breiðablik þarf að vinna Fylki í Árbænum.

„Þetta verður alltaf hörkuleikur við Keflavík, þær eru því miður mjög gott fótboitalið sem féll í dag þannig þær munu leggja sig allar í þennan síðasta Pepsi Max leik hjá sér þannig við verðum að vera á tánum.''

Valur hefur spilað marga betri leiki en þennan og Blikar stjórnuðu ferðinni, var það uppleggið?

„Markmiðað var að verja markið okkar og á meðan að við myndum halda okkar marki hreinu þá vorum við að fara að sigla þessum titli heim.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Eiður meðal annars betur um leikinn, pressuna og taugarnar í stöðunni 0-0, reynsluna í liðinu, leikinn gegn Keflavík og orðróm varðandi leikmannakaup hjá Val.
Athugasemdir
banner