Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 15. september 2019 22:09
Baldvin Már Borgarsson
Eiður Ben: Gott fótboltalið sem féll í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður var sáttur með stigið gegn Breiðablik fyrr í kvöld þó hann hefði auðvitað viljað sigurinn úr því sem komið var en Valur er ennþá með Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Breiðablik jafnaði leikinn á síðustu sekúndum leiksins, það hlýtur að vera grautfúlt að hafa ekki klára þetta úr því sem komið var?

„Já auðvitað hefðum við viljað fagna almennilega inni í klefa, en að sama skapi eru þetta góð úrslit fyrir okkur og við klárum þetta bara á heimavelli''

Það þarf gríðarlega mikið að gerast til þess að Valur verði ekki Íslandsmeistari en Valur þarf að tapa fyrir föllnum Keflavíkurstúlkum á Hlíðarenda og Breiðablik þarf að vinna Fylki í Árbænum.

„Þetta verður alltaf hörkuleikur við Keflavík, þær eru því miður mjög gott fótboitalið sem féll í dag þannig þær munu leggja sig allar í þennan síðasta Pepsi Max leik hjá sér þannig við verðum að vera á tánum.''

Valur hefur spilað marga betri leiki en þennan og Blikar stjórnuðu ferðinni, var það uppleggið?

„Markmiðað var að verja markið okkar og á meðan að við myndum halda okkar marki hreinu þá vorum við að fara að sigla þessum titli heim.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Eiður meðal annars betur um leikinn, pressuna og taugarnar í stöðunni 0-0, reynsluna í liðinu, leikinn gegn Keflavík og orðróm varðandi leikmannakaup hjá Val.
Athugasemdir