Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. september 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 9. umferðar: Gibbs og Sævar í sjötta sinn
Lengjudeildin
Joey Gibbs er í liði umferðarinnar í sjötta sinn í sumar.
Joey Gibbs er í liði umferðarinnar í sjötta sinn í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar Keflavíkur.
Þjálfarar Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík á fjóra fulltrúa í liði níundu umferðar Lengjudeildarinnar.

Keflavík vann flottan 3-1 sigur á liði ÍBV í Vestmannaeyjum. Joey Gibbs er búinn að raða inn mörkunum í sumar og hann er í úrvalsliðinu í sjötta sinn í sumar. Frans Elvarsson og Kian Williams eru báðir í liðinu í annað sinn.


Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Hauksson eru þjálfarar umferðarinnar eftir sterkan sigur Keflavíkur. Guðjón Þórðarson gerði einnig mjög sterkt tilkall eftir flotta endurkoma Ólsara gegn Grindavík.

Harley Willard átti mjög góðan leik fyrir Ólsara og sömuleiðis Michael Newberry.

Sævar Atli Magnússon er eins og Gibbs í úrvalsliðinu í sjötta sinn í sumar. Hann skoraði tvennu í sigri Reykjavíkur Leiknis á nöfnum sínum frá Fáskrúðsfirði. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson átti góðan leik fyrir Leikni.

Ólafur Íshólm Ólafsson var maður leiksins þegar Fram gerði jafntefli við Vestra og Daníel Agnar Ásgeirsson sýndi góða frammistöðu í vörn Vestra.

Þá hafði Þór betur gegn Aftureldingu á útivelli, 2-3. Loftur Páll Eiríksson var góður fyrir Þórsara og Jason Daði Svanþórsson var öflugur í liði Aftureldingar.

Lið fyrri umferða:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 16. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner