Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 15. september 2021 22:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu sigurmarkið fallega - „Minnti á Steven Gerrard"
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var hetja síns liðs í kvöld í 3-2 sigri á AC Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sjá einnig:
Einkunnir Liverpool og AC Milan: Henderson maður leiksins

Henderson skoraði sigurmarkið í leiknum með frábæru skoti. Hægt er að sjá myndband af sigurmarkinu með því að hérna.

Það var talað um það í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport að Henderson hefði þarna minnt á fyrrum fyrirliða Liverpool.

„Þú þarft mikla tækni til að halda þessum bolta niðri, hitta á rammann og skora. Þetta var virkilega vel gert. Þetta minnti á Steven Gerrard," sagði Arnar Sveinn Geirsson og talaði sérstaklega um mark gegn Olympiakos.

Hægt er að sjá mark Gerrard gegn Olympiakos hér að neðan. Það er frá 2005.


Athugasemdir