Max Eberl stjórnandi hjá FC Bayern staðfestir að Þýskalandsmeistararnir séu í viðræðum við Dayot Upamecano um nýjan samning.
Viðræðurnar ganga þó afar hægt fyrir sig þó að varnarmaðurinn eigi tæplega eitt ár eftir af samningi.
Upamecano, sem er 26 ára, er talinn vilja hafa söluákvæði innifalið í samningnum og virðist enn vera eitthvað í land á milli samningsaðila.
„Viðræður eru í gangi. Á frönsku: trés bien! Ég þekki ekki meiri frönsku en þetta. Það er ástæðan fyrir því að viðræðurnar eru að taka svona langan tíma," sagði Eberl við AZ og hló.
Upamecano er fastamaður í byrjunarliði FC Bayern og franska landsliðsins. Hann hefur gerst sekur um nokkur mistök á upphafi leiktíðar en virðist enn hafa traustið hjá báðum þjálfurunum sínum, þeim Vincent Kompany og Didier Deschamps.
Athugasemdir