Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu glæsimark Nico Páz gegn Mikael og félögum
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spænsk-argentínski sóknartengiliðurinn Nico Páz hlaut verðlaun eftir ágústmánuðinn fyrir að vera besti ungi leikmaður Serie A deildarinnar á Ítalíu í ágúst.

Hann skoraði glæsilegt aukaspyrnumark og gerði mjög vel að leggja upp í flottum 2-0 sigri Como gegn Lazio.

Páz leikur undir stjórn Cesc Fábregas hjá Como og er algjör lykilmaður. Hann er uppalinn hjá Real Madrid, sem hefur endurkaupsrétt á leikmanninum, og var Páz gríðarlega eftirsóttur í sumar.

Como neitaði að selja leikmanninn þrátt fyrir mikinn áhuga frá Tottenham úr ensku úrvalsdeildinni. Talið er að ítalska félagið hafi hafnað um 70 milljónum evra frá Tottenham fyrir leikmanninn.

Það flækir málin að Real Madrid á 50% af endursölurétti leikmannsins, auk endurkaupsákvæðis.

Páz var á sínum stað í byrjunarliði Como sem tók á móti Genoa fyrr í kvöld og skoraði fyrsta mark leiksins eftir magnað einstaklingsframtak sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Páz snýr sér skemmtilega við og leysir bylmingsskot úr læðingi sem Nicola Leali markvörður Genoa átti ekki mikla möguleika í.

Mikael Egill Ellertsson lék fyrstu 70 mínúturnar í liði Genoa og urðu lokatölur 1-1. Caleb Ekuban, sem var skipt inn fyrir Mikael, gerði jöfnunarmarkið í uppbótartíma eftir að Jacobo Ramón fékk umdeilt rautt spjald.

Sjáðu markið

   25.08.2025 21:20
Fábregas vongóður um að halda Nico Paz

Athugasemdir
banner