ÍBV gat lyft sér upp í efri hluta úrslitakeppninnar með sigri á Breiðablik í kvöld en jafnteflið skildi þá eftir í neðri hlutanum á markatölu.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 ÍBV
„Gífurlega svekkjandi" sagði Þorlákur Breki Þ. Baxter leikmaður ÍBV eftir jafnteflið í kvöld.
„FH leikurinn situr núna í okkur þegar við fáum sjálfsmark á okkur á 95. mín en áfram gakk"
„Við vorum bara að suffera og sufferuðum vel. Þeir voru yfir en við gerðum okkar vel og líklega er þetta 'fair' í endann"
Breiðablik voru meira með boltann í fyrri hálfleik en það voru þó Eyjamenn sem áttu hættulegri færi og leiddu því að einhverju leyti sanngjarnt í hálfleik.
„Það er erfitt að mæta okkur. Við erum gífurlega fljótir fram á við og í 'transition' og á 'counter'-num þá ræður enginn við okkur"
Neðri hluti umspilsins er það sem tekur við fyrir Eyjamenn og leggst það vel í
„Drulluvel. Vinnum forsetabikarinn og höldum áfram að gera okkar vel. Klárum þetta vel og bara áfram gakk"
Rætt er við Þorlák Breka Þ. Baxter í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |