Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Millot og Mahrez björguðu Al-Ahli
Mynd: EPA
Millot, sem vann þýska bikarinn með Stuttgart fyrr á árinu, bjargaði Al-Ahli með tvennu.
Millot, sem vann þýska bikarinn með Stuttgart fyrr á árinu, bjargaði Al-Ahli með tvennu.
Mynd: EPA
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í asísku Meistaradeildinni, þar sem sádi-arabíska stórveldið Al-Ahli lenti afar óvænt tveimur mörkum undir á heimavelli.

Staðan var 0-2 eftir fyrri hálfleikinn hjá Al-Ahli gegn Nasaf Qarshi frá Úsbekístan.

Úsbekarnir voru sterkara liðið í fyrri hálfleik og skoraði Khusayin Norchaev tvennu. Stjörnur á borð við Édouard Mendy, Franck Kessié, Merih Demiral, Roger Ibanez og Ivan Toney áttu engin svör.

Ekki fyrr en í seinni hálfleik þegar Matthias Jaissle þjálfari var búinn að lesa leikmönnum pistilinn.

Al-Ahli tók völdin á vellinum og tókst að jafna metin þökk sé tvennu frá Enzo Millot, sem var lykilmaður í liði Stuttgart á síðustu leiktíð.

Millot, sem valdi Al-Ahli framyfir Atlético Madrid í sumar, skoraði tvö mörk á þremur mínútum og hélst staðan jöfn allt þar til í uppbótartíma. Þar var Riyad Mahrez mættur til að skora.

Leikurinn var þó ekki búinn, það var miklu bætt við enda taka þeir öllum stoppum á fótboltaleikjum alvarlega í vesturhluta Asíu. Á 103. mínútu fékk leikmaður gestaliðsins frá Úsbekístan beint rautt spjald og innsiglaði Mohammed Sulaiman sigurinn fyrir heimamenn á 105. mínútu.

Lokatölur 4-2 og byrjar Al-Ahli því nýtt tímabil í Meistaradeildinni á sigri gegn erfiðum Úsbekum.

Al-Shorta frá Írak og Al-Sadd frá Katar skildu þá jöfn, 1-1. Romain Saiss, Youcef Atal og Paulo Otávio voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Al-Sadd.

Al-Ahli 4 - 2 Nasaf Qarshi
0-1 Khusayin Norchaev
0-2 Khusayin Norchaev
1-2 Enzo Millot ('65)
2-2 Enzo Millot ('68)
3-2 Riyad Mahrez ('94)
4-2 Mohammed Sulaiman ('105)
Rautt spjald: A. Davronov, Nasaf ('103)

Al-Shorta 1 - 1 Al-Sadd
1-0 D. Mendy ('28)
1-1 H. Al-Haydos ('62)
Athugasemdir
banner