Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Larsson hætti óvænt við að taka við Southend
Henrik Larsson.
Henrik Larsson.
Mynd: Getty Images
Henrik Larsson, fyrrum framherji Barcelona og Manchester United, hefur óvænt hætt við að taka við sem stjóri Southend í ensku C-deildinni.

Larsson hafði verið í viðræðum við Southend en landi hans Johan Mjallby ætlaði að fylgja með sem aðstoðarþjálfari.

Tommy Johnson átti síðan að taka að sér starf sem yfirmaður leikmannamála en viðræður voru langt á veg komnar.

Stefnt var á að skrifa undir samninga á morgun en Tommy hætti allt í einu við að semja. Larsson og Mjallby ákváðu þá að gera slíkt hið sama.

„Það hefur áður verið sagt að vika er langur tími í pólitík og þökk sé Tommy Johnson þá hafa 24 tímar reynst vera mjög langur tími í fótbolta," sagði í yfirlýsingu frá Southend í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner