Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. október 2021 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elísabet verður áfram hjá Kristianstad (Staðfest)
Mynd: Guðmundur Svansson
Elísabet Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Kristianstad og er nú samningsbundin sænska félaginu út næsta tímabil.

„Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og að hafa náð samkomulagi um að þjálfa áfram hjá félaginu sem á stóran stað í mínu hjarta," segir Elísabet í viðtali sem birt er á heimasíðu félagsins.

Elísabet hefur þjálfað sænska liðið frá árinu 2009 en þá hélt hún til Svíþjóðar eftir sigursæl ár með kvennaliði Vals.

Elísabet kom liðinu í Meistaradeildina í fyrra og var liðið í þeirri deild í fyrsta sinn á þessu ári.

Sif Atladóttir er leikmaður Kristianstad en hún er á förum frá félaginu. Þá er Sveindís Jane Jónsdóttir hjá félaginu á láni frá Wolfsburg út þetta tímabil.

Kristianstad er í fjórða sæti sænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið er þremur stigum á eftir Eskilstuna sem er í þriðja sæti, síðasta Meistaradeildarsætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner