Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick stýrir Bayern að minnsta kosti fram að jólum
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick mun að minnsta kosti stýra Bayern München fram að jólum. Þetta segir framkvæmdastjóri þýska stórveldisins, Karl-Heinz Rummenigge.

Flick tók við Bayern til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn. Undir stjórn Flick hefur Bayern unnið báða leiki sína, 2-0 gegn Olympiakos í Meistaradeildinni og 4-0 gegn erkifjendunum í Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Hansi Flick, eða Hans-Dieter Flick eins og hann heitir fullu nafni, lék með Bayern frá 1985 til 1990 á leikmannaferli sínum sem leikmaður.

Hann var þjálfari Hoffenheim frá 2000 til 2005, og frá 2006 til 2014 var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu til 2017, en í sumar kom hann inn í þjálfarateymi Kovac hjá Bayern.

Bayern er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Mönchengladbach.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner