Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. janúar 2021 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Keflavík lagði FH að velli í Skessunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 2 Keflavík
0-1 Oliver Kelaart
0-2 Helgi Þór Jónsson
1-2 Úlfur Ágúst Björnsson

Keflavík hafði betur gegn FH þegar liðin áttust við í fyrsta leik dagsins í Fótbolta.net mótinu.

Leikið var í Skessunni í Hafnarfirði en bæði þessi lið leika í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Keflavík komst upp úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Það voru Keflvíkingar sem báru sigur úr býtum í Skessunni, 1-2. Úlfur Ágúst Björnsson, strákur fæddur 2003, skoraði fyrir FH en fyrir Keflvíkinga skoruðu Oliver Kelaart - erlendur leikmaður sem er á reynslu - og Helgi Þór Jónsson.

Keflavík er núna með þrjú stig í riðlinum en einnig eru Breiðablik og Grindavík í þessum riðli. Þau mætast í leik sem hefst 13:30 og hægt er að sjá þann leik í beinni útsendingu á Youtube rás BlikarTV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner