Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 16. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara æðisleg, ég er búinn að bíða eftir þessu frá því ég sleit í nóvember 2018. Ég er búinn að fara í gegnum allt ferlið. Geðveikt að ná 28 mínútum í dag," sagði Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, eftir leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Gummi lék í gær sinn fyrsta leik frá því hann sleit krossband í nóvember 2018.

„Ég spila svo hálfleik í næsta leik og við vinnum okkur svo áfram í kjölfarið."

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum efst í fréttinni.

Hvernig var fyrir Gumma að fylgjast með af hliðarlínunni þennan tíma sem hann var frá? „Þetta var mjög lærdómsríkt og maður lærir á bæði andlegu og líkamlegu hliðina hjá manni sjálfum. Ég tel mig koma til baka sterkari en ég hef verið áður."

Það eru um fjórtan og hálfur mánuður frá því Gummi sleit. Er þetta eðlilegur tími í endurhæfingu eða kom eitthvað bakslag? „Það kom ekkert bakslag hjá mér. Óli sjúkraþjálfarinn minn hefur hugsað um mig og hefur haldið mér til baka. Ég hef horft á að spila þennan leik í svona þrjá mánuði."

„Ég hefði getað verið byrjaður að spila í janúar en ég vildi vera 110 þegar ég byrjaði. Ég er núna búinn að æfa í um tvo mánuði á fullu og gott að vera búinn að stimpla sig inn á völlinn aftur."


Gummi var að lokum spurður út í hvað HK gæti gert úr síðustu þremur leikjum riðilsins en liðið er með núll stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við getum núna unnið með að fá hugarfar sigurvegara með því að vinna einhverja leiki. Við viljum koma á blússandi siglingu inn í tímabiið. Það skiptir miklu máli að leggja allt sem við höfum í þessa leiki," sagði Gummi Júl að lokum.

Sjá einnig:
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Athugasemdir
banner
banner