Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   sun 16. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara æðisleg, ég er búinn að bíða eftir þessu frá því ég sleit í nóvember 2018. Ég er búinn að fara í gegnum allt ferlið. Geðveikt að ná 28 mínútum í dag," sagði Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, eftir leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Gummi lék í gær sinn fyrsta leik frá því hann sleit krossband í nóvember 2018.

„Ég spila svo hálfleik í næsta leik og við vinnum okkur svo áfram í kjölfarið."

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum efst í fréttinni.

Hvernig var fyrir Gumma að fylgjast með af hliðarlínunni þennan tíma sem hann var frá? „Þetta var mjög lærdómsríkt og maður lærir á bæði andlegu og líkamlegu hliðina hjá manni sjálfum. Ég tel mig koma til baka sterkari en ég hef verið áður."

Það eru um fjórtan og hálfur mánuður frá því Gummi sleit. Er þetta eðlilegur tími í endurhæfingu eða kom eitthvað bakslag? „Það kom ekkert bakslag hjá mér. Óli sjúkraþjálfarinn minn hefur hugsað um mig og hefur haldið mér til baka. Ég hef horft á að spila þennan leik í svona þrjá mánuði."

„Ég hefði getað verið byrjaður að spila í janúar en ég vildi vera 110 þegar ég byrjaði. Ég er núna búinn að æfa í um tvo mánuði á fullu og gott að vera búinn að stimpla sig inn á völlinn aftur."


Gummi var að lokum spurður út í hvað HK gæti gert úr síðustu þremur leikjum riðilsins en liðið er með núll stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við getum núna unnið með að fá hugarfar sigurvegara með því að vinna einhverja leiki. Við viljum koma á blússandi siglingu inn í tímabiið. Það skiptir miklu máli að leggja allt sem við höfum í þessa leiki," sagði Gummi Júl að lokum.

Sjá einnig:
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Athugasemdir
banner
banner