Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   sun 16. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara æðisleg, ég er búinn að bíða eftir þessu frá því ég sleit í nóvember 2018. Ég er búinn að fara í gegnum allt ferlið. Geðveikt að ná 28 mínútum í dag," sagði Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, eftir leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Gummi lék í gær sinn fyrsta leik frá því hann sleit krossband í nóvember 2018.

„Ég spila svo hálfleik í næsta leik og við vinnum okkur svo áfram í kjölfarið."

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum efst í fréttinni.

Hvernig var fyrir Gumma að fylgjast með af hliðarlínunni þennan tíma sem hann var frá? „Þetta var mjög lærdómsríkt og maður lærir á bæði andlegu og líkamlegu hliðina hjá manni sjálfum. Ég tel mig koma til baka sterkari en ég hef verið áður."

Það eru um fjórtan og hálfur mánuður frá því Gummi sleit. Er þetta eðlilegur tími í endurhæfingu eða kom eitthvað bakslag? „Það kom ekkert bakslag hjá mér. Óli sjúkraþjálfarinn minn hefur hugsað um mig og hefur haldið mér til baka. Ég hef horft á að spila þennan leik í svona þrjá mánuði."

„Ég hefði getað verið byrjaður að spila í janúar en ég vildi vera 110 þegar ég byrjaði. Ég er núna búinn að æfa í um tvo mánuði á fullu og gott að vera búinn að stimpla sig inn á völlinn aftur."


Gummi var að lokum spurður út í hvað HK gæti gert úr síðustu þremur leikjum riðilsins en liðið er með núll stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við getum núna unnið með að fá hugarfar sigurvegara með því að vinna einhverja leiki. Við viljum koma á blússandi siglingu inn í tímabiið. Það skiptir miklu máli að leggja allt sem við höfum í þessa leiki," sagði Gummi Júl að lokum.

Sjá einnig:
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Athugasemdir
banner
banner