Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. maí 2021 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund í Meistaradeildina
Dortmund spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Dortmund spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Mainz 1 - 3 Borussia D.
0-1 Raphael Guerreiro ('23 )
0-2 Marco Reus ('42 )
0-3 Julian Brandt ('80)
1-3 Robin Quaison ('91)

Borussia Dortmund er að enda tímabilið gríðarlega vel í Þýskalandi. Félagið varð bikarmeistari í fimmta sinn í síðustu viku og í kvöld vann liðið mikilvægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni.

Dortmund heimsótti Mainz í kvöld og það er hægara sagt en gert að gera það og fara með þrjú stig heim.

Það var hins vegar það sem Dortmund gerði. Bakvörðurinn Raphael Guerreiro skoraði um miðbik fyrri hálfleiks og fyrir leikhlé bætti Marco Reus öðru marki við. Julian Brandt innsiglaði sigurinn á 80. mínútu áður en hinn sænski Robin Quaison klóraði í bakkann fyrir Mainz.

Lokatölur 1-3 fyrir Dortmund sem er komið í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð. Dortmund er komið upp í þriðja sæti með þessum sigri, upp fyrir Wolfsburg og verður á meðal fjögurra efstu þegar mótið klárast. Mainz er í 13. sæti.

Guðlaugur Victor lék í stórsigri
Í þýsku B-deildinni spilaði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson allan leikinn á miðjunni þegar Darmstadt valtaði yfir Heidenheim, 5-1.

Guðlaugur Victor hefur spilað stórt hlutverk á tímabilinu fyrir Darmstadt í áttunda sæti deildarinnar. Darmstadt hefur núna unnið fjóra leiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner