Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 16. maí 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aftur í liði umferðarinnar - Allt teymið sammála um að Gunnar væri besti kosturinn
Fagnar sigurmarkinu gegn KA.
Fagnar sigurmarkinu gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar í leiknum í gær.
Gunnar í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á að baki 29 landsleiki.
Á að baki 29 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar hefur komið virkilega vel inn í lið Víkings í upphafi tímabils og var eftir sigurleikinn gegn FH valinn í lið umferðarinnar í annað sinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Gunnar, sem er 28 ára, kom frá Víkingi Götu í Færeyjum í byrjun apríl. Hann var fenginn til Víkings eftir að Kyle McLagan varð fyrir því óláni að slíta krossband. Gunnar er færeyskur landsliðsmaður sem hafði leikið allan sinn feril í Færeyjum áður en kallið kom frá Víkingi Reykjavík. Hann getur bæði spilað í vörninni og á miðsvæðinu.

Sjá einnig:
Háklassa miðjumaður sem er ekki vanur umferðarljósum

Allir sammála
Gunnar var einn af nokkrum kostum sem Víkingur fór í að skoða eftir að Kyle meiddist. Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, ræddi við Fótbolta.net í síðasta mánuði um ákvörðunina að velja Gunnar.

„Við búum til shortlista af leikmönnum sem við skoðum, leikmenn sem okkur finnst vera spennandi prófílar. Þetta er engin lýðræðiskosning beint, en menn fá samt allir að segja sína skoðun. Við allir í teyminu vorum sammála um að þetta væri maðurinn sem við ættum að taka. Þá er það í mínu hlutverki að keyra á það og reyna að láta það gerast."

„Hann er bara frábær varnarmaður. Þegar þú sérð Oliver (Ekroth) þá sérðu íþróttamann, Gunnar er kannski ekki með sömu fisík, en er alveg grjótharður, góður varnarmaður og góður að verjast inn í teig. Ég er mjög ánægður með hann."


Áttu ekki að pæla í verðmiðanum
Hversu mikilvægur faktor er það að hann er landsliðsmaður, upp á fjárhagslegu hliðina að gera?

„Við horfðum algjörlega kalt á þetta, hver væri bestur af þessum leikmönnum sem við værum að skoða og síðan er ákvörðunin tekin. Ég bað menn sérstaklega að vera ekki að pæla í einhverjum verðmiða. Bara hver væri bestur af þessum mönnum sem við værum að skoða."

..Það voru allir sammála um að Gunnar væri bestur. Það er ástæðan fyrir því af hverju hann er í Víkingi."


Hefðu þá farið í kost númer tvö
Félög fá greitt þegar leikmenn þeirra eru valdir í landsliðsverkefni. Þegar Gunnar er orðinn aðalskotmarkið, skiptir það þá engu máli að hann er færeyskur landsliðsmaður upp á kaupverð að gera?

„Jú auðvitað. Þetta eru stórlega ýktar tölur sem eru birtar í fjölmiðlum."

„En auðvitað skiptir það máli, við erum að vinna okkar 'budgets' og ef það gengur ekki upp þá gengur það ekki upp. Ef þetta hefði verið eitthvað fyrir ofan þá þá hefðum við farið í kost númer tvö. En þetta var fyrir innan það og það var bara frábært,"
sagði Kári.

Sjá einnig:
Spjall við landsliðsþjálfara Færeyja sannfærði Arnar
Arnar Gunnlaugs: Forréttindi að fá að þjálfa þennan dreng
Kári Árnason - Hareide, KR og Gunnar Vatnhamar
Athugasemdir
banner
banner
banner