Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 02. maí 2023 11:04
Innkastið
Háklassa miðjumaður sem er ekki vanur umferðarljósum
'Þetta er bara háklassa miðjumaður'
'Þetta er bara háklassa miðjumaður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar vann á leikskóla í Færeyjum og var skorað á hann að fagna með 'Floss' dansinum
Gunnar vann á leikskóla í Færeyjum og var skorað á hann að fagna með 'Floss' dansinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar skoraði sigurmark Víkings gegn KA á laugardag. Færeyingurinn hefur komið vel inn í lið bikarmeistaranna, leysir hlutverk djúps miðjumanns þegar Víkingur sækir og stöðu vinstri bakvarðar þegar Víkingur verst.

Það kom fram í Víkings hlaðvarpinu að Gunnar hafði aldrei ferðast frá Færeyjum nema með landsliðinu þar til hann gekk í raðir Víkings. Hann er frá Leirvík sem er í grennd við Götu þar sem Gunnar hafði spilað allan sinn feril þar til í vor.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KA

Gunnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að umferðin hér væri biluð, í Leirvík eru nefnilega engin umferðarljós. Hann gekk í raðir Víkings í upphafi mánaðar, var fenginn inn eftir að Kyle McLagan sleit krossband í lok undirbúningstímabilsins.

„Fyrstu vikurnar hafa verið frábærar, þeir hafa verið mjög góðir við mig og hjálpað mér mikið. Það er ekki auðvelt að koma frá Færeyjum á nýjan stað en þetta er bara gott fólk og mér hefur liðið vel."

Reykjavík er talsvert stærri en það sem Gunnar er vanur. „Miklu stærri. Ég kem úr þorpi þar sem 900 manns búa. Traffíkin hér er biluð, ég hef ekki náð að venjast henni til þessa en ég held þetta sé að koma."

Rætt var um Gunnar í Innkastinu. „Hann á langan sprett inn á teiginn, ég vil segja að það sé nokkuð skiljanlegt að hann sé ekki pikkaður upp, hver á að taka hann?" velti Sæbjörn Steinke fyrir sér.

„Ég hélt að Víkingur væri að sækja miðvörð, en þetta er bara háklassa miðjumaður" sagði Guðmundur Aðalsteinn. „Ég held hann sé fenginn sem miðvörður en hann hefur mikið á sínum ferli spilað sem djúpur miðjumaður. Úr verður þetta nýja taktíska afbrigði sem er að virka og hann skorar sigurmarkið í þessum leik," sagði Sæbjörn.


Arnar Gunnlaugs: Forréttindi að fá að þjálfa þennan dreng
Gunnar Vatnhamar: Ég elska þetta
Innkastið - Svartur blettur á trylltri umferð
Athugasemdir
banner
banner