Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   sun 16. júní 2024 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Vita að þeir eru með hæfasta manninn í starfinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erik ten Hag var gestur í hollenskum fótboltaþætti og svaraði þar spurningum fréttamanna sem voru þó á léttum nótum.

Ten Hag var spurður út í þjálfarastarf sitt hjá Manchester United og hvernig sumarið væri búið að vera eftir að INEOS tók yfir fótboltatengd málefni hjá félaginu.

Starf Ten Hag var í hættu fyrir nokkrum vikum þegar stjórnendur Man Utd ræddu við mögulega arftaka hans, en komust að lokum að niðurstöðu um að reka ekki Ten Hag úr starfinu. Það tók INEOS langan tíma að taka ákvörðunina.

„INEOS hópurinn er nýr í fótboltaheiminum og það er fullkomlega eðlilegt að þeir hafi tekið sér tíma til að fara gaumgæfilega yfir gengi síðasta tímabils. Það er ekkert leyndarmál að þeir ræddu við aðra þjálfara um starfið hjá Man Utd," sagði Ten Hag.

„Stjórnendurnir sögðu við mig að þeir hefðu meðal annars talað við Thomas Tuchel, en að lokum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir eru nú þegar með hæfasta manninn í starfið.

„Ég er í viðræðum við Man Utd um nýjan samning en það er ekki auðvelt. Við eigum nokkuð langt í land."


Ten Hag á eitt ár eftir af samningi sínum við Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner