Spænska ungstirnið Lamine Yamal skrifaði loksins undir framlengingu á samningi sínum hjá Barcelona í dag en samningurinn gildir til 2031. Hann tekur þá tíuna af Ansu Fati.
Yamal, sem fagnaði 18 ára afmæli sínu á dögunum, náði samkomulagi við Börsunga í síðasta mánuði en beið með að skrifa undir samninginn þangað til hann náði átján ára aldri.
Hann mætti í höfuðstöðvar Börsunga í dag til að skrifa undir og um leið fékk hann nýtt treyjunúmer.
Vængmaðurinn er tekinn við 'tíunni' en því númeri fylgir gríðarleg ábyrgð.
Lionel Messi, besti leikmaður í sögu Barcelona, klæddist treyjunni ásamt leikmönnum á borð við Ronaldinho, Rivaldo, Romario, Hristo Stoichkov og Diego Maradona.
Fati fékk þetta hlutverk eftir að Messi fór til Paris Saint-Germain árið 2021. Þá var hann bjartasta von Börsunga en meiðsli settu strik í reikninginn og er hann nú farinn til Mónakó.
Lamine Yamal 10 ???? pic.twitter.com/lSjjGvEXof
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 16, 2025
Athugasemdir