Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Hanskar Hennessey á hilluna góðu
Wayne Hennessey.
Wayne Hennessey.
Mynd: EPA
Markvörðurinn Wayne Hennessey hefur lagt hanskana á hilluna en ferill þessa 38 ára markvarðar stóð yfir í t vo áratugi.

Hann lék 109 landsleiki fyrir Wales og er leikjahæsti markvörður í sögu liðsins. Hann var hluti af liðinu sem komst í undanúrslit EM 2016.

Aðalliðsferill hans hófst hjá Wolverhampton Wanderers en hann spilaði síðar fyrir Crystal Palace, Burnley og Nottingham Forest.

Forest var hans síðasta félag en hann lék aðeins níu leiki eftir að hafa komið á frjálsri sölu frá Burnley 2022. Meiðsli sem hann hlaut í fyrra settu strik í reikninginn.

Talið er líklegt að Hennessey fari út í markvarðaþjálfun og gæti fengið starf í teyminu hjá Forest."
Athugasemdir
banner