Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 16. júlí 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga.
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í sumar.
Víkingar fagna marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Þú ert alltaf spenntur fyrir svona leikjum og sérstaklega þegar þú spilar á heimavelli," segir Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net fyrir leik liðsins gegn Malisheva frá Kosóvó í forkeppni Sambandsdeildar UEFA á morgun.

Seinni leikur liðanna fer fram á morgun en Víkingar eru með 0-1 forystu eftir sigur í Kosóvó þar sem Nikolaj Hansen gerði sigurmarkið.

Ekroth segir það alltaf sérstakt að spila Evrópuleiki.

„Já, algjörlega. Það eru svona leikir sem þig hlakkar mest til. Sá hluti tímabilsins þegar þessir leikir koma upp og svo ertu líka að spila stóra leiki um helgar í deildinni, þetta er besti tíminn fyrir fótboltamenn," segir Ekroth.

„Við vissum ekki mikið um liðið fyrir fyrri leikinn. Það var erfitt að greina þá og ekki mikið af upplýsingum. Við vorum ánægðir með 1-0 sigur á útivelli en núna vitum við meira um þá og getum skoðað og greint fyrri leikinn. Við munum klárlega skila betri frammistöðu á heimavelli á morgun. Við förum inn í leikinn auðmjúkir og með rétt viðhorf."

Eiga einn eða tvo gíra inni
Víkingar hafa náð í góð úrslit á tímabilinu og eru á toppi Bestu deildarinnar með þriggja stiga forystu á Val og Breiðabliks. Samt líður manni eins og Víkingar eigi meira inni og Ekroth er hjartanlega sammála því.

„Ég er sammála því. Það er eitthvað sem við erum allir sammála um í liðinu og eitthvað sem við ræðum um. Við teljum okkur geta farið upp um einn eða tvo gíra," segir Ekroth.

„Við erum með nýjan þjálfara og nýtt þjálfarateymi sem eru með ferskar hugmyndir. Það tekur smá tíma. Stundum hefur þetta verið mjög gott hjá okkur, en líka mjög slæmt."

Sænski varnarmaðurinn segir liðið þurfa að finna ákveðið jafnvægi og taka leik sinn upp um nokkur skref þrátt fyrir að það hafi gengið vel hingað til í sumar.

„Við þurfum að aðlagast en erum samt að standa okkur vel og erum á toppnum. Það er sem er mikilvægast á endanum," sagði Ekroth en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir