„Mér líður vel. Þú ert alltaf spenntur fyrir svona leikjum og sérstaklega þegar þú spilar á heimavelli," segir Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net fyrir leik liðsins gegn Malisheva frá Kosóvó í forkeppni Sambandsdeildar UEFA á morgun.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun en Víkingar eru með 0-1 forystu eftir sigur í Kosóvó þar sem Nikolaj Hansen gerði sigurmarkið.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun en Víkingar eru með 0-1 forystu eftir sigur í Kosóvó þar sem Nikolaj Hansen gerði sigurmarkið.
Ekroth segir það alltaf sérstakt að spila Evrópuleiki.
„Já, algjörlega. Það eru svona leikir sem þig hlakkar mest til. Sá hluti tímabilsins þegar þessir leikir koma upp og svo ertu líka að spila stóra leiki um helgar í deildinni, þetta er besti tíminn fyrir fótboltamenn," segir Ekroth.
„Við vissum ekki mikið um liðið fyrir fyrri leikinn. Það var erfitt að greina þá og ekki mikið af upplýsingum. Við vorum ánægðir með 1-0 sigur á útivelli en núna vitum við meira um þá og getum skoðað og greint fyrri leikinn. Við munum klárlega skila betri frammistöðu á heimavelli á morgun. Við förum inn í leikinn auðmjúkir og með rétt viðhorf."
Eiga einn eða tvo gíra inni
Víkingar hafa náð í góð úrslit á tímabilinu og eru á toppi Bestu deildarinnar með þriggja stiga forystu á Val og Breiðabliks. Samt líður manni eins og Víkingar eigi meira inni og Ekroth er hjartanlega sammála því.
„Ég er sammála því. Það er eitthvað sem við erum allir sammála um í liðinu og eitthvað sem við ræðum um. Við teljum okkur geta farið upp um einn eða tvo gíra," segir Ekroth.
„Við erum með nýjan þjálfara og nýtt þjálfarateymi sem eru með ferskar hugmyndir. Það tekur smá tíma. Stundum hefur þetta verið mjög gott hjá okkur, en líka mjög slæmt."
Sænski varnarmaðurinn segir liðið þurfa að finna ákveðið jafnvægi og taka leik sinn upp um nokkur skref þrátt fyrir að það hafi gengið vel hingað til í sumar.
„Við þurfum að aðlagast en erum samt að standa okkur vel og erum á toppnum. Það er sem er mikilvægast á endanum," sagði Ekroth en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir