
EIn af elstu myndum af Bjarna í myndabanka Fótbolta.net. Hann er hér með fyrirliðabandið hjá ÍA eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku.
Bjarni Guðjónsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark. Bjarni valdi leik með U21 landsliðinu gegn Írlandi sem sinn eftirminnilegasta landsleik. Leikurinn var spilaður á Dalymount Park í Dublin árið 1996 og skoraði Bjarni, sem þá var 17 ára, eina mark leiksins. Bjarni útskýrði val sitt í þættinum.
„Sá einstaki leikur sem hefur haft mest áhrif á líf mitt er leikurinn við Íra úti, ég skora og við vinnum 0-1. Þarna var allt fullt af njósnurum og vatt upp á sig svakaleg atburðarás fyrir mig. Liverpool, Newcastle, Real Madríd, Vín, LASK, Rangers og Celtic; það hrúguðust þarna inn lið," segir Bjarni.
„Sá einstaki leikur sem hefur haft mest áhrif á líf mitt er leikurinn við Íra úti, ég skora og við vinnum 0-1. Þarna var allt fullt af njósnurum og vatt upp á sig svakaleg atburðarás fyrir mig. Liverpool, Newcastle, Real Madríd, Vín, LASK, Rangers og Celtic; það hrúguðust þarna inn lið," segir Bjarni.
Hann fór á reynslu til Real Madrid, hann fór líka til Newcastle og endaði á að skrifa undir hjá Newcastle. En hvernig var reynsludvölin hjá Real?
„Ég fór til Real á reynslu, átti að vera í viku, það var í gegnum umboðsmann sem ég hef ekki hitt aftur. Ég flaug til Madrídar, fer á æfingu sem (Fabio) Capello stýrði. Það voru tvær æfingar og svo æfingaleikur. Það voru einhverjir úr aðalliðinu sem spiluðu. Við spiluðum við eitthvað lið, unnum 5-0, ég skora þrjú og legg upp eitt. Ég kem labbandi út af og umboðsmaðurinn hristir hálf partinn hausinn, ég segi bara 'what' og hann sagðist hafa vonast eftir fimm mörkum frá mér. „Ha? Þetta er í annað skiptið sem ég skora þrjú mörk, ég hef aldrei skorað fimm á ævinni." Hann segir að það hefði verið betra ef ég hefði skorað fimm, og ég bara:: „'No shit', ég er sammála, en þrjú og stoðsending, er það ekki fínt?" „Ég veit það ekki," svaraði hann."
„Ég fór úr því að hafa haldið ég myndi fara spila með Raúl í það að hugsa hvað ég hefði verið að gera eiginlega. Ég fór upp á hótel, svo var æfing morguninn eftir. Capello boðar okkur á fund og tilkynnir að ég sé ekki rétt 'fit' fyrir félagið, ekki nógu góður." Ferðinni hjá Bjarna í Madríd var ekki lokið en hann æfði ekki meira með Real.
„Ég ferðaðist með umboðsmanninum um Madríd og tvö kvöld fóru í kvöldmat með forseta Atletico Madrid, í einhverjum kastala í jaðri Madrídar. Þetta var ævintýri," segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Sem atvinnumaður var hann hjá Newcastle, Genk, Stoke, Bochum, Coventry og Plymouth. Hann er í dag starfsmaður VÍS en var þar á undan framkvæmdastjóri KR.
Athugasemdir