Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham fór í aðgerð á öxl og verður frá í tólf vikur
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham verður ekki með Real Madrid næstu mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl. Félagið greinir frá aðgerðinni í dag.

Bellingham hefur verið að glíma við meiðslin síðustu tvö ár eða síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano en hefur spilað með sérstaka axlahlíf, sem heldur hita og gert honum lífið bærilegt í leikjum.

Real Madrid lét hann spila á HM félagsliða og var búið að ákveða að senda hann í aðgerð eftir mótið.

Hann gekkst undir hana á dögunum og hefst nú endurhæfingarferlið, en áætlað er að hann verði frá í að minnsta kosti tólf vikur og missir hann því af byrjun tímabilsins.

Bellingham kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund fyrir 115 milljónir punda árið 2023. Hann skoraði 23 mörk er liðið varð Evrópu- og deildarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner