Hraðmót nr. 2 í Fantasy deild Bónus í samstarfi við Frídeildina fer af stað í kvöld þegar leikvika 8 hefst. Mótið átti að hefjast í síðustu leikviku en vegna frestunnar umferðarinnar verður mótið spilað frá leikviku 8-12.
Samtímis fer af stað nýtt mót í mótaseríu Tuborg léttöls í boði Ölgerðarinnar. Mótið verður spilað frá leikviku 8-13. Eftir að mótunum lýkur fara af stað ný sex leikvikna mót og þannig koll af kolli út leiktímabilið. Það er því aldrei of seint að skrá sig.
Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir hlutskörpustu stjórana.
Frídeildin vill einnig minna á að við lesum inn allar deildir notenda (þar sem fjöldi í deild er undir 250). Það gerir notendum kleift að fylgjast með sínum deildum við vinina, fjölskylduna og vinnufélagana á heimasvæði sínu hjá Frídeildinni og fylgjast með stigauppfærslu í rauntíma ásamt því að hafa spjallskjóðu.