Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. október 2020 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Freyr Alexandersson nýr aðstoðarþjálfari Al Arabi (Staðfest)
Freysi fer til Katar og aðstoðar Heimi Hallgrímsson
Freysi fer til Katar og aðstoðar Heimi Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tekið við nýju starfi en hann mun aðstoða Heimi Hallgrímsson hjá Al Arabi í Katar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í kvöld.

Það var 433.is sem greindi frá því fyrr í kvöld að Freyr væri að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi.

Freyr hefur verið Erik Hamrén til aðstoðar hjá íslenska karlalandsliðinu síðustu tvö ár en hann mun nú einnig aðstoða Heimi í Katar.

KSÍ og Al Arabi komust að samkomulagi um að Freyr fari til Al Arabi síðar á þessu ári en hann verður áfram aðstoðarmaður Hamrén.

Freyr hefur átt afar farsælan þjálfaraferil en hann þjálfaði kvennalandsliðið frá 2013 til 2018 auk þess sem hann var í þjálfarateymi karlalandsliðsins á HM 2018 þar sem hann leikgreindi andstæðinga Íslands.

Hann hóf þjálfaraferilinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Þá hefur hann einnig verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins auk þess sem hann og Davíð Snorri Jónsson stýrðu Leikni R. upp í Pepsi-deildina árið 2014 en hættu ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner