Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. október 2021 10:23
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ég var stórkostlegur leikmaður og aldrei á bekknum
Mynd: EPA
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, skaut til baka á fréttamenn er hann var spurður út í bekkjarsetu leikmanna í gær en hann segist ekki skilja hvernig þeim líður.

Guardiola breytir mikið til í liði sínu og þurfa frábærir leikmenn á borð við John Stones og Raheem Sterling að sæta sig við bekkjarsetu reglulega.

Blaðamann spurðu á fréttamannafundinum í gær um hans knattspyrnuferil og hvernig honum hafi liðið þegar hann var settur á bekkinn.

Guardiola segist alls ekki skilja það enda ekki vandamál á hans ferli og benti á að blaðamaðurinn sem spurði spurninga vissi kannski minna um það enda ekki nógu gamall til að vita það.

Spánverjinn spilaði lengst af með Barcelona áður en hann fór til Ítalíu og spilaði með Brescia og Roma. Síðustu þrjú ár ferilsins lék hann fyrir Al-Ahli og Dorados.

„Ég var stórkostlegur leikmaður og var því aldrei á bekknum. Ég var alltaf að spila þannig ég get ekki svarað þessari spurningu. Ég var ógeðslega góður en þú ert of ungur til að muna eftir því," sagði Guardiola við blaðamanninn.

Sjá einnig:
Guardiola tjáði sig um Sterling og Stones: Svona er þetta hjá stórum félögum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner