Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 16. október 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Ingvar: Sagði við strákana að ég hafi áður verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. Víkingur vinnur tvöfalt þetta árið.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ingvar varði frábærlega í marki Víkinga þegar þeir þurftu á honum að halda. Hann varði frábært skot frá Gísla Laxdal í fyrri hálfleik og var vel á verði auk þess sem hann varði aftur frá Gísla í síðari hálfleik þegar hann var kominn einn gegn honum.

Þetta er þriðji titillinn sem hann vinnur með Víkingi og er hann hæstánægður með úrslitin og sumarið í heild sinni.

„Nei, þetta getur ekki verið betri. Ótrúlegt að við höfum náð þessum árangri. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og óbilandi trú. Ótrúlegt að við höfum náð þessu," sagði Ingvar við Fótbolta.net.

„Mér fannst við mæta pínu pressulausir, ekki sama stress. Ég hef farið í bikarúrslit áður, en ég meina kannski er maður reyndari. Mér leið vel allan leikinn og fannst við vera með tök á þeim."

Ingvar kannast nú við það að vera 2-0 yfir í hálfleik í bikarúrslitum en Stjarnan var að vinna Fram með sömu markatölu árið 2013 en Framarar komu til baka og unnu í vítakeppni.

„Já, árið eftir spilaði ég bikarúrslitaleik og tapað í vító. Ég sagði við strákana í hálfleik að ég hef verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik, en við héldum haus og kláruðum þetta vel."

Ingvar hefur eignað sér markvarðarstöðuna síðan hann kom aftur inn í liðið í ágúst.

„Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í fótboltanum og þurfti einn góðan leik til að koma mér inn í þetta. Hef haldið sjö eða átta skipti af þessum tíu leikjum. Það eru fá mörk að koma inn en vörnin er líka gríðarlega góð en að sjálfsögðu er ég í fantaformi."

Þetta var síðasti leikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen en hann segir það forréttindi að hafa spilað með þeim.

„Forréttindi að fá að spila með þessu kóngum og hvað þá að enda ferilinn þeirra svona. Þetta er ólýsanlegt og þeir ekki einu sinni hafa trú á að við myndum taka tvöfalt fyrir þetta tímabil."

Nú tekur við frí og svo erfitt undirbúningstímabil, enda þarf að verja tvo titla og svo Meistaradeild Evrópu.

„Menn eru gríðarlega metnaðarfullir í Víkinni og ætla sér stærri hluti. Það er Meistaradeild, það er erfitt að verja titil og við strax búnir að styrkja okkur með þremur leikmönnum þannig það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í Víkinni," sagði Ingvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner