Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 16. október 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Ingvar: Sagði við strákana að ég hafi áður verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. Víkingur vinnur tvöfalt þetta árið.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ingvar varði frábærlega í marki Víkinga þegar þeir þurftu á honum að halda. Hann varði frábært skot frá Gísla Laxdal í fyrri hálfleik og var vel á verði auk þess sem hann varði aftur frá Gísla í síðari hálfleik þegar hann var kominn einn gegn honum.

Þetta er þriðji titillinn sem hann vinnur með Víkingi og er hann hæstánægður með úrslitin og sumarið í heild sinni.

„Nei, þetta getur ekki verið betri. Ótrúlegt að við höfum náð þessum árangri. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og óbilandi trú. Ótrúlegt að við höfum náð þessu," sagði Ingvar við Fótbolta.net.

„Mér fannst við mæta pínu pressulausir, ekki sama stress. Ég hef farið í bikarúrslit áður, en ég meina kannski er maður reyndari. Mér leið vel allan leikinn og fannst við vera með tök á þeim."

Ingvar kannast nú við það að vera 2-0 yfir í hálfleik í bikarúrslitum en Stjarnan var að vinna Fram með sömu markatölu árið 2013 en Framarar komu til baka og unnu í vítakeppni.

„Já, árið eftir spilaði ég bikarúrslitaleik og tapað í vító. Ég sagði við strákana í hálfleik að ég hef verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik, en við héldum haus og kláruðum þetta vel."

Ingvar hefur eignað sér markvarðarstöðuna síðan hann kom aftur inn í liðið í ágúst.

„Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í fótboltanum og þurfti einn góðan leik til að koma mér inn í þetta. Hef haldið sjö eða átta skipti af þessum tíu leikjum. Það eru fá mörk að koma inn en vörnin er líka gríðarlega góð en að sjálfsögðu er ég í fantaformi."

Þetta var síðasti leikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen en hann segir það forréttindi að hafa spilað með þeim.

„Forréttindi að fá að spila með þessu kóngum og hvað þá að enda ferilinn þeirra svona. Þetta er ólýsanlegt og þeir ekki einu sinni hafa trú á að við myndum taka tvöfalt fyrir þetta tímabil."

Nú tekur við frí og svo erfitt undirbúningstímabil, enda þarf að verja tvo titla og svo Meistaradeild Evrópu.

„Menn eru gríðarlega metnaðarfullir í Víkinni og ætla sér stærri hluti. Það er Meistaradeild, það er erfitt að verja titil og við strax búnir að styrkja okkur með þremur leikmönnum þannig það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í Víkinni," sagði Ingvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner